32% þjóðarinnar finnur ekki fyrir kreppunni.

Hvernig má það vera að fólk skuli halda að stefna Sjálfstæðisflokksins geti komið öllu í lag eftir stjórn í 18 ár á landinu sem endaði með skuldum sem varla neinn veit hverjar eru og hækkuðu verði á öllu og lækkun launa.

Það er ekki nóg með það heldur hugarfarið sem Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn komu inn í hugann á fólki að geta keypt allt og eignast allt án innistæðu fyrir því. Það er er komið í ljós í dag að þannig virkar það ekki, það er ekki hægt að búa til verðmæti úr ekki neinu. Í þokkabót er hvert einasta verkalýðsfélag og forysta þeirra útúrspillt og ef ekki þá steindauð. Það held ég að hafi gerst með græðgi forystumanna þar á bæ. Þeir gátu ekki staðið vörð um almenna launþega, vegna þess að það var meira spennandi að leika sér með peninga og fá smotterí í sinn eigin vasa og græða á almennum launþegum í landinu.

Held að það sé kominn tími til að launþegar fari að berjast fyrir sínu og segi upp öllum verkalýðsforingjum!


mbl.is VG stærra en Samfylkingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Algerlega sammála, en einum verkalýðsforingja held ég að sé treystandi.

Hann heitir Aðalsteinn Baldursson, og hann er í góðum tengslum við sitt fólk, enda ekki vel liðinn innan klíku ASÍ.

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 01:06

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Þrátt fyrir hatur þitt á sjálfstæðisflokknum er óþarfi að halda verndarhendi yfir flokkunum sem eru að drepa okkur og heimilin.  Opnaðu augun og sjáðu að þú ert þröngsýn eða veist ekki hvað þú ert að tala um. 

Hvernig stendur á því að flokkurinn þinn þorir ekki að segja útrásar ómenunnum stríð á hendur ?  Jú þið eruð sokkinn í spillingu upp fyrri haus.

Góðar stundir.

Ragnar Borgþórs, 2.3.2010 kl. 08:05

3 identicon

Hver var að tala um hatur Ragnar? Hvur andskotinn! Hún er ekki blind, þröngsýn eða sjóndöpur. Þetta er einfaldlega staðreynd!

Hvernig er það hagur fyrir íslenska alþýðu að stórspillt kvótakerfi sé varið svo eitthvað sé nefnt. 

Ég svara í sömu mynt og þú svarar Ásdísi, þú ert blindur miðaldra karlmaður sem veist ekki neitt, ekki rassgat í þinn haus. Þú ert miðaldra karlmaður sem hefur einhverra hluta vegna alltaf kosið sama skítinn ekki vitandi hvaða afleiðingar það myndi hafa. Afleiðingarnar eru þær; við munum þurfa að skaða velferðarkerfið, skólakerfið, samgöngukerfið og svo frvs. Í leiðinni skemma eða eyðileggja "mannauðinn" ef svo má kalla. Hægri pólitík leysir engin mál! Aldrei, aldrei, aldrei!

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 08:34

4 Smámynd: Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Sæll Ragnar. Ég á engan flokk og ég er ekki sokkin neins staðar inní neina spillingu. Hins vegar vantar öflin í landið til að verja hagsmuni almennings, þ.e. verkalýðsfélögin.

Ásdís Helga Jóhannesdóttir, 2.3.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Höfundur

Ásdís Helga Jóhannesdóttir
Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Er jafnréttismanneskja sem vill að allir í heiminum líði ekki skort á mat,heilbrigði,grunnmenntun og öðru til þess að lifa á. Finnst fólk eigi ekki að vera þrælar sem eiga einungis fyrir mat og húsnæði, ef fólk er frjálst þá á það að hafa peninga aukalega til þess að gera það sem að það langar til.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband